04. Des. 2017

Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins hefur í samvinnu við ríki og Reykjavíkurborg ákveðið að ráðast í byggingu á nýju 99 rýma hjúkrunarheimili við Sléttuveg í Reykjavík.

Framkvæmdir munu hefjast nú á næstunni. Byggð verður þjónustumiðstöð fyrir Hrafnistu og bygging 140 þjónustu- og leiguíbúða fyrir 60 ára og eldri.

Happdrætti D.A.S verður fjárhagslegur bakhjarl er varðar hlut Hrafnistu í þessu mikilvæga verkefni.

Þinn stuðningur skiptir öllu máli.

Tryggðu þér miða í Happdrætti D.A.S og taktu þátt í að skapa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.

Hægt er að kaupa miða hér á síðunni.