20. Nóv. 2017

Skóflustunga að nýju 99 rýma hjúkrunarheimili við Sléttuveg var tekin 22. nóvember. Enn fremur verður byggð þjónustumiðstöð og 140 leiguíbúðir fyrir aldraða.

Hér er á ferðinni mikil uppbygging á aðstöðu fyrir aldraða og líklega sú stæðsta uppbygging sem nokkurn tíman áður hefur verið ráðist í á Íslandi í einum áfanga. Framkvæmdir hefjast nú fljótlega og mun þeim ljúka fyrir árslok 2019. 

Með kaupum á miða í Happdrætti D.A.S leggur þú þitt að mörkum svo að happdrættið verði fjárhagslegur bakhjarl við þetta stóra verkefni.

Þinn stuðningur er okkur mikilvægur.

Tökum höndum saman og kaupum miða.